spot_img
HomeFréttirVörn Svartfellinga of þétt fyrir Lúxara

Vörn Svartfellinga of þétt fyrir Lúxara

Svartfjallaland var rétt í þessu að skella Lúxemborg 85-58 í fyrsta leik í karlaflokki Smáþjóðaleikanna. Lúxemborgarar sýndu á köflum góðar rispur en varnarleikur Svartfellinga var einfaldlega of þéttur þegar upp var staðið. Lokatölur 58-85 Svartfjallalandi í vil.

Svartfellingar leiddu 18-24 eftir fyrsta leikhluta en í þeim öðrum hertu þeir heldur betur róðurinn í vörninni. Lúxemborgurum líkaði illa aukin grimmd í varnarleik Svartfellinga sem komust í 19-33. Lúxemborg átti erfitt uppdráttar í öðrum leikhluta en Tom Schumacher setti niður þrist undir lok leikhlutans og minnkaði muninn í 32-45, lífsnauðsynlegur þristur fyrir Lúxara. 

Nemanja Vranjes var atkvæaðmestur hjá Svartfellingum í hálfleik með 14 stig en Pitt Koster var með 10 stig í liði Lúxemborgar. 

Svartfellingar fengu kaldar kveðjur í þriðja hluta, Lúxemborgarar náðu að minnka muninn í 50-55 með öflugri byrjun og öðrum sterkum þrist frá Schumacher en þessi ljóstýra Lúxara hristi fram 1-9 lokasprett á þriðja hluta hjá Svartfellingum sem leiddu því 51-64 fyrir fjórða og síðasta hluta. Svartfellingar héldu áfram þessum dampi í fjórða leikhluta, unnu hann 21-7 og leikinn 58-85. 

Nemanja Vranjes gerði 19 stig, tók 6 fráköst og gaf 3 stoðsendingar en Tom Schumacher var með 15 stig og 4 stoðsendingar hjá Lúxemborg. 

Síðasti leikur dagsins hefst núna kl. 19:30 en þá eigast við Ísland og Malta í kvennaflokki. Allir á völlinn! 

Myndasafn – Bára Dröfn
Tölfræði leiksins

Fréttir
- Auglýsing -