spot_img
HomeBikarkeppniVörn Keflavíkur small í seinni hálfleik er liðið lagði KR í sextán...

Vörn Keflavíkur small í seinni hálfleik er liðið lagði KR í sextán liða úrslitunum

Keflavík lagði KR í kvöld í sextán liða úrslitum VÍS bikarkeppni karla, 84-77. Keflavík mun því verða í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslitunum í hádeginu á morgun á meðan að KR er úr leik þetta tímabilið.

Gangur leiks

Gestirnir úr Vesturbænum voru mun betri en heimamenn á upphafmínútum leiksins. Ná snemma að byggja sér upp nokkuð þægilega 11 stiga forystu í fyrsta leikhlutanum, sem endar 22-33. Mest leiðir KR með 15 stigum undir lok fyrri hálfleiksins, en með góðum kafla ná heimamenn að laga stöðuna áður en liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 48-54.

Snemma í þriðja leikhlutanum nær Keflavík að jafna leikinn og svo komast yfir í fyrsta skipti síðan í fyrsta leikhlutanum með þremur þristum frá fyrirliðanum Herði Axeli Vilhjálmssyni, 57-56. Leikurinn er svo í járnum út fjórðunginn. KR stigi yfir fyrir þann fjórða, 65-66. Sterkur varnarleikur Keflavíkur heldur áfram í fjórða leikhlutanum, þar sem þeir ná að síga framúr og sigra að lokum nokkuð örugglega, 84-77.

Kjarninn

Varnarleikur Keflavíkur var ekki upp á marga fiska í fyrri hálfleiknum í dag. Reyndar annan leikinn í röð, en í síðasta deildarleik gegn Breiðablik fengur þeir einnig á sig alltof margar körfur. Í seinni hálfleiknum í kvöld ná þeir þó að skrúfa fyrir og mæta KR í ákefð. Fá aðeins 23 stig á sig í seinni hálfleiknum og var það á endanum það sem reið baggamuninn.

Atkvæðamestir

Calvin Burks og Dominykas Milka voru atkvæðamestir í liði Keflavíkur í kvöld. Calvin með 19 stig, 6 fráköst og Dominykas með 19 stig og 12 fráköst.

Fyrir gestina úr Vesturbænum var Þórir Guðmundur Þorbjarnarson atkvæðamestur í nokkuð jöfnu liði með 13 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar.

Hvað svo?

Næstu leikir í Subway deildinni hjá liðunum eru nú í vikunni. Keflavík tekur á móti Íslandsmeisturum Þórs komandi fimmtudag á meðan að KR heimsækir Vestra á Ísafjörð.

Tölfræði leiks

Önnur úrslit kvöldsins

Fréttir
- Auglýsing -