Bandaríkjamaðurinn Chris Woods meiddist á föstudag í toppslag Vals og Hauka í 1. deild karla. Woods lék aðeins í 14 mínútur en kom svo ekki meira við sögu vegna ökklameiðsla. Valsmenn töpuðu leiknum og jafnframt sínum fyrsta leik á tímabilinu.
,,Chris fékk högg á fótinn snemma í leiknum, ekki er vitað nákvæmlega hvað er að en líklegt er að þetta sé beinmar en við fáum úr því skorið í dag. Hann hefur verið mjög öflugur í vetur og vonumst við til þess að hann verði klár í næsta leik á föstudag,” sagði Ágúst en Woods hefur verið með 23,1 stig og 9,1 frákast að meðaltali í leik í vetur með Val.



