spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaVladimir rekinn frá Snæfell

Vladimir rekinn frá Snæfell

Stjórn Snæfells ákvað í gær að rifta samningi sínum við Vladimir Ivankovic, en hann hefur þjálfað karlalið Snæfells frá hausti 2018.

Þeir Baldur Þorleifsson og Jón Þór Eyþórsson hafa tekið við þjálfun liðsins, tímabundið.

Á síðasta tímabili endaði liðið í 7. sæti 1. deildarinnar með 2 sigra og 19 töp en það spilaði megnið af tímabilinu án bandarísk leikmanns. Liðið hefur leikið einn leik á yfirstandandi tímabili sem tapaðist 64-114 á móti Vestra.

Auk þess að þjálfa karlaliðið var Vladimir aðstoðarþjálfari kvennaliðs Snæfells á síðasta tímabili.

https://www.facebook.com/kkd.snaefells/posts/10157545904355119
Fréttir
- Auglýsing -