Helgi Már Magnússon stöðvaði lokasókn Njarðvíkur í gær með fætinum og KR fagnaði sigri í tvíframlengdum spennuslag í fyrstu viðureign KR og Njarðvíkur í undanúrslitum Domino´s-deildar karla. Vísir.is hefur nú sett inn myndbrotið af því þar sem Helgi stöðvar boltann með fætinum en ekki var dæmt á atvikið og KR vann boltann og fagnaði sigri.



