Fjörtíu og átta stig í tíu stiga sigri á Keflavík í sjálfu Sláturhúsinu. Menn verða fljótt að goðsögnum þegar þeir stimpla sig svona inn í fyrsta Reykjanesbæjarslaginn sinn.
Stefan Bonneau hefur hjálpað Njarðvíkingum upp í þriðja sætið á einum mánuði og í síðustu tveimur leikjum hefur kappinn skorað samtals 92 stig í mikilvægum sigrum.



