Eitt af því skemmtilegasta sem nunnurnar í nunnuklaustrinu á Stykkishólmi gera er að spila körfubolta við börnin í bænum. Þá gera þær mikið af því að syngja og spila á gítar á milli þess sem þær biðja bænir.
Þrjár nunnur eru í Stykkishólmi en þær tilheyra Maríureglunni – „Bláu systurnar“ eins og þær eru kallaðar.
Systurnar hafa það hlutverk að sinna safnaðarlífi kaþólskra á Snæfellsnesi. „Dagurinn okkar er byggður á bæn. Við vöknum klukkan sex og byrjum strax á að biðja,“ segir Systir Porta Coeli.