Ægir Þór Steinarsson, landsliðsmaður í körfubolta, spilar að öllum líkindum með KR í Dominos-deild karla í vetur. Vísir.is greinir frá.
Ægir Þór er samningslaus eftir að spila með Sundsvall Dragons í Svíþjóð á síðustu leiktíð, en hann fór með íslenska liðinu á EM fyrr í þessum mánuði.
„Þetta er allt í vinnslu. Ægir er mjög jákvæður og kominn ansi langt í þessu ferli með okkur í KR. Við vonumst eftir því að geta skrifað undir samning á næstu dögum,“ segir Böðvar Guðjónsson, formaður meistaraflokksráðs hjá KR, við Vísi.
„Það er ekkert fast í hendi auðvitað fyrr en búið er að skrifa undir, en við höfum verið í góðu sambandi við hann. Við yrðum gríðarlega ánægðir með að fá svona sómadreng eins og Ægir ern innan sem utan vallarn til okkar í KR,“ segir Böðvar.



