spot_img
HomeFréttirVinna Serbar eða Þjóðverjar heimsmeistaratitilinn í dag?

Vinna Serbar eða Þjóðverjar heimsmeistaratitilinn í dag?

Þýskaland mætir Serbíu kl. 12:30 í dag í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í Manila á Filipseyjum. Bæði komust liðin nokkuð óvænt í úrslitaleikinn, þar sem Þýskaland lagði Bandaríkin og Serbía hafði betur gegn Kanada. Serbía hefur í tvígang unnið titilinn, 1998 og 2002, en þá lék þjóðin undir nafni fyrrverandi ríki Júgóslavíu. Þýskaland hefur hinsvegar aldrei unnið keppnina, en besti árangur þeirra var í keppninni 2002, þegar þeir unnu til bronsverðlauna.

Áður en að Serbía og Þýskaland mætast í úrslitaleiknum í hádeginu bítast Bandaríkin og Kanada um bronsverðlaun mótsins í leik sem hefst núna kl. 08:30.

Báðir verða leikirnir í beinni útsendingu á RÚV.

Hérna er heimasíða mótsins

Fréttir
- Auglýsing -