spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaVincent Shahid ekki með Þór

Vincent Shahid ekki með Þór

Lykilleikmaður Þórs Vincent Shahid verður ekki með Þór í þriðja leik undanúrslitaeinvígis liðsins gegn Val í Origo Höllinni í kvöld. Samkvæmt heimildum Körfunnar mun það vera vegna veikinda.

Það munar um minna fyrir Þórsliðið, en í 25 leikjum með þeim það sem af er tímabili hefur hann skilað 27 stigum, 4 fráköstum og 9 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Fyrir leik kvöldsins hefur Þór unnið fyrstu tvo leiki einvígis liðanna og geta því með sigri tryggt sig áfram í úrslitaeinvígið.

Fréttir
- Auglýsing -