Karfan hefur í samstarfi við Errea ákveðið að gefa íslenska landsliðstreyju fyrir lokamót EuroBasket sem hefst í lok mánaðarins.
Íslenska landsliðið mun leika í nýrri treyju frá Errea á Eurobasket 2017. Nýji búningurinn er nokkuð frábrugðinn búningnum sem liðið lék í á síðasta evrópumóti. Þar sem að nú er nafn landsins sett fram á frummálinu, Ísland, en ekki eins og það var á ensku. Einnig hefur íslenska fánanum verið bætt við á búninginn.
Mikill fjöldi Íslendinga undirbýr sig nú fyrir ferðalag þar sem þeir munu fylgja íslenska liðinu á Evrópumótið í annað skipti í röð. Íslensku stuðningsmennirnir vöktu mikla athygli á síðasta móti en þá hvöttu leikmenn liðsins stuðningsmenn til að vera í treyjum liðsins og mála Berlín bláa.
Allar frekari upplýsingar um leikinn er að finna í færslu Karfan.is hér fyrir neðan, en vilji fólk ekki taka þá áhættu að vinna sér ekki inn treyju í honum, þá er hægt að versla hana hjá Errea í Bæjalind 14-16 í Kópavogi.