spot_img
HomeFréttirVill að Bryndísi líði vel á landsliðsæfingum

Vill að Bryndísi líði vel á landsliðsæfingum

Margrét Sturlaugsdóttir hefur látið af störfum sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs kvenna en þetta staðfesti hún í samtali við Karfan.is nú rétt í þessu. "Tók eitt erfiðasta símtal sem ég hef þurft að taka áðan. Tilefnið var sorglegt en hef ákveðið að draga mig út úr þjálfarateymi A landsliðs kvenna." segir meðal annars í Facebook færslu Margrétar.  Margrét vísar svo seinna í færslu sinni að því að ákvörðunin sé tekin með því að leiðarljósi að Bryndísi Guðmundsdóttir líði vel á æfingum liðsins. 

 

"'Ég vil ekki vera sem einhver vandræði fyrir landsliðið eða kvennakörfuna á íslandi þannig að ég bauðst til þess að segja af mér og það var erfið ákvörðun en á endanum rétt ákvörðun held ég.  Ég gerði það sama hjá Keflavík þegar þar voru ágreinings atriðið varðandi sama leikmann.  Ég hefði frekar viljað segja af mér en að Bryndís færi en það fór eins og það fór." sagði Margrét einnig í samtali. 

 

Bryndís Guðmundsdóttir sagði í viðtali við Karfan.is að "Samstarf við Keflavík væri ekki að ganga upp" en vildi ekki fara út í nein smá atriði hvað það varðar. Hinsvegar má áætla að það samstarfs sem Bryndís talar hér um sé hennar og Margrétar.  "Bryndís er góð stúlka og ég vil alls ekki að hún líði fyrir það að ég sé að þjálfa liðið. Við (Bryndís) ræddum saman á fundi með stjórninni og þar setti hún fram kröfur sem ég ætla ekki að fara neitt útí, sem ég gat bara ekki kyngt. Það hefur þá einhver annar væntanlega tekið þeim kröfum hennar. En ég ræddi hinsvegar sumar af þessum kröfum hennar og var tilbúin að vinna með henni í sumum þeirra. Ég sagði mig svo frá þessu máli og lét stjórnina tækla þetta mál.  Falur eiginmaður minn er formaður þar og vék sig frá þessu máli á meðan aðrir tækluðu það þannig að það sé á hreinu." sagði Margrét enn fremur. 

 

"Bryndís skrifaði undir tveggja ára samning eftir að ég var ráðin til félagsins þannig að ég er ekki alveg að skilja þetta til hlýtar."  sagði Margrét einnig. 

 

Ekki náðist í Bryndísi Guðmundsdóttir við vinnslu fréttarinnar en við hefðum svo sannarlega viljað heyra hennar hlið málsins. 

 

Fréttir
- Auglýsing -