Karfan.is leitar eftir sprækum aðilum, stelpum og strákum, körlum og konum, til þess að liðsinna vefsíðunni við umfjöllun um kvennakörfuknattleik hér heimafyrir sem og erlendis.
Hvort sem um er að ræða ljósmyndun eða fréttaflutning þá er alltaf pláss fyrir góða háseta um borð í Karfan.is skútunni.
Við hvetjum sérstaklega allar konur, ungar sem aldnar, til þess að koma til liðs við okkur, einkum og sér í lagi þær sem hyggja jafnvel á framtíðarstörf við fjölmiðla.
Nánari upplýsingar á [email protected] eða í síma 8681061.



