spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2027Viljum mæta með íslenska brjálæðið

Viljum mæta með íslenska brjálæðið

Íslenska landsliðið ferðaðist til Portúgal nú um helgina til þess að leika gegn heimakonum á morgun þriðjudag 18. nóvember. Leikurinn verður annar leikur liðsins í undankeppni EuroBasket 2027, en þeim fyrsta tapaði liðið heima í Ólafssal gegn Serbíu síðasta miðvikudag.

Leikur þriðjudagsins er á dagskrá kl. 19:00 að íslenskum tíma og verður hann í beinni útsendingu á RÚV.

Hérna er heimasíða keppninnar

Karfan heyrði í Ástu Júlíu Grímsdóttur leikmanni liðsins um hvernig ferðalagið hafi gengið, hverju megi búast við af portúgalska liðinu og nýjan leikstíl íslenska liðsins undir stjórn Pekka Salminen.

Varðandi ferðina út sagði Ásta ,,Ferðalagið gekk bara vel! Það var langt en við sem betur fer ferðuðumst yfir daginn svo við misstum ekkert úr svefn og erum því ferskar.”

Um portúgalska liðið og hverju væri við að búast af því sagði Ásta. ,,Þær spila svipað og Serbía. Þær vilja spila hratt og eru agressívar svo við þurfum bara að mæta þeim með sömu orku.   Við viljum mæta með íslenska brjálæðið og vera ákveðnar í öllu sem við gerum.”

Pekka Salminen er að stjórna liðinu í sínum fyrstu keppnisleikjum í þessum glugga, en hann tók við liðinu síðasta sumar, um nýjar áherslur íslenska liðsins sagði Ásta ,,Við erum að hlaupa nýjan sóknarleik og áherslurnar eru aðrar þar. Við viljum hlaupa völlinn og vera rétt staðsettar sóknarlega og mér finnst þetta allt vera að smella hjá okkur. Við erum búnar að vera duglegar að æfa og ég vona að við getum sýnt það betur á móti Portúgölum.”

Fréttir
- Auglýsing -