spot_img
HomeFréttirViljum berjast um alla titla sem eru í boði

Viljum berjast um alla titla sem eru í boði

Hallgrímur Brynjólfsson verður áfram með kvennalið Hamars á næstu leiktíð en hann framlengdi nýverið við félagið. Hallgrímur stýrði nýliðum Hamars inn í 6. sæti Domino´s deildar kvenna þetta tímabilið og lauk liðið keppni á Íslandsmótinu með 11 sigra og aðeins sex stigum frá sæti í úrslitakeppninni.
 
 
„Það kom í raun og veru ekkert annað til greina heldur en að halda áfram með Hamarsliðið. Við náðum því miður ekki okkar markmiðum þetta tímabilið, stefnan var sett á úrslitakeppnina og að gera verulegan usla þar. Framtíðarstefnan okkar er ekkert ósvipuð og hjá öðrum liðum með metnað. Við viljum vera að berjast um alla titla sem eru í boði og gera það á okkar heimastelpum. Nú erum við reynslunni ríkari eftir 1 ár í úrvalsdeild, þar sem að margar í liðinu þurftu að fullorðnast á núll einni og taka ábyrgð á sjálfri sér og liðinu,“ sagði Hallgrímur og segir mikilvægt að halda áfram góðu starfi í Hveragerði í yngri flokkum kvenna.
 
„Það eru forréttindi að fá að þjálfa svona hóp þegar maður sér framfarirnar beint fyrir framan nefið á sér, ég vonast til þess að halda að mestu leyti sama hóp svo hann ætti bara að verða þéttari á næsta ári. Við höfum unnið gott starf í gegnum árin með stúlknayngriflokkana og verðum að halda því áfram ef að stefnan okkar á að vera að spila á heimastúlkum í framtíðinni.“
  
Fréttir
- Auglýsing -