spot_img
HomeFréttirVilhjálmur Theodór má ekki spila gegn ÍR

Vilhjálmur Theodór má ekki spila gegn ÍR

Njarðvíkingar taka á móti ÍR í Ljónagryfjunni annað kvöld kl 19:15 í gríðarlega þýðingarmiklum leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni í Dominos deild karla. 

 

ÍR er fyrir leikinn í fimmta sæti með 20 stig og hafa unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum. Síðasti leikur vannst á útivelli gegn Þór Þ þar sem stuðningsmannasveitin Ghetto Hooligan fylgdi þeim með sínu frægi látum og stuðning. ÍR hefur ekki verið í úrslitakeppninni síðustu fimm ár og því ætti félagið að vera orðið hungrað í að ná því þetta árið. 

 

Njarðvík aftur á móti er í níunda sæti með 18 stig en virkilega vonda stöðu í innbyrgðis viðureignum við liðin í kringum þá. Því er líklegt að liðið þurfi að vinna helst báða leikina sem eftir eru. Ef illa fer yrði þetta í fyrsta skipti í 23 ár sem Njarðvík missir af úrslitakeppninni eða frá árinu 1994. 

 

Ljóst er að Njarðvík mun leika án Vilhjálms Theodórs Jónssonar en hann kom til félagsins í janúar frá einmitt ÍR. Félögin gerðu með sér samkomulag við félagaskiptin að Vilhjálmur myndi ekki leika gegn ÍR í þessum leik. Þetta staðfesti Róbert Örn Guðnason formaður KKD Njarðvíkur í samtali við Körfuna í dag.

 

Vilhjálmur Theodór hefur komið vel inní lið Njarðvíkur og skilar að meðaltali 5,9 stigum og 3,6 fráköstum í leiknum. Auk þess sem hæðin hefur verið vandamál hjá Njarðvíkingum í vetur og hefur hann því bætt jafnvægið í liðinu og reynst þeim mikilvægur. 

Fréttir
- Auglýsing -