spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaViktor einn af framlagshæstu leikmönnum meistaradeildar yngri liða

Viktor einn af framlagshæstu leikmönnum meistaradeildar yngri liða

Viktor Lúðvíksson og félagar í Ludwigsburg enduðu í 11. sæti meistaradeildar yngri liða á dögunum eftir sigur gegn Hapoel frá Ísrael í umspili um sætið, 52-86.

Viktor átti fínan leik í lokaleiknum, spilaði tæpar 26 mínútur og skilaði 10 stigum, 4 fráköstum, 4 stoðsendingum og 2 vörðum skotum.

Tölfræði leiks

Viktor og Ludwigsburg voru óheppnir með úrslit í fyrstu leikjum mótsins, þar sem fyrstu tveir leikir riðlakeppninnar töpuðust með aðeins fjórum stigum. Viktor átti þó nokkuð gott mót, skilaði 11 stigum, 6 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í fjórum leikjum, en hann var 16. framlagshæsti leikmaðurinn að meðaltali. Besti leikur hans kom gegn Tofas í riðlakeppninni, en þá skilaði hann 15 stigum og 7 fráköstum á aðeins 18 mínútum spiluðum.

Hér má skoða tölfræði mótsins

Fréttir
- Auglýsing -