spot_img
HomeFréttirVika í körfuboltabúðirnar á Króknum

Vika í körfuboltabúðirnar á Króknum

 
Nú er aðeins tæplega ein vika í körfuboltabúðir Tindastóls 2011, en þær hefjast sunnudaginn 12. júní og standa í heila viku eftir það. Þjálfaranámskeið sem haldið verður í tengslum við búðirnar verður á föstudag og laugardag.
Ljóst er að um 80 krakkar muni taka þátt í körfuboltabúðunum, en hægt verður að skrá sig aðeins fram eftir vikunni. Krakkar frá Reykjavík, Akureyri og Stykkishólmi eru meðal þeirra sem taka þátt, en langflestir þátttakendur koma úr Skagafirði.
 
Erlendu þjálfararnir fara að tínast til byggða í vikunni, en fyrstur mætir á svæðið Goran Miljevic frá Serbíu, en hann ætlar að koma á morgun þriðjudag. Hinir þrír koma síðan á föstudaginn.
 
Þjálfaranámskeiðið hefst á föstudaginn kl. 16.00 og því lýkur á laugardaginn kl. um kl. 18.00.
 
Allar nánari upplýsingar er að finna á upplýsingasíðu búðanna.
 
Einnig eru búðirnar á Facebook.
 
Hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið [email protected]
Fréttir
- Auglýsing -