spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Viðtöl: Undir 20 ára lið kvenna á leið til Södertalje á NM...

Viðtöl: Undir 20 ára lið kvenna á leið til Södertalje á NM og svo í B deild EM í Sofia

Undir 20 ára kvennalið Íslands mun nú í sumar taka þátt í tveimur mótum, Norðurlandamóti Södertalje í Svíðþjóð 24.-26. júní og B deild Evrópumótsins sem haldið er í Sofia í Búlgaríu 6.-14. júlí.

Hérna er 12 leikmannahópur Íslands fyrir NM 2024

Á Norðurlandamótinu munu íslensku stelpurnar mæta Írlandi, Svíþjóð og Danmörku. Og ætla þær að nýta mótið sem góða æfingu fyrir Evrópumótið.

Hérna eru upplýsingar um leiktíma og beinar útsendingar af NM 2024

Í fyrra endaði U20 kvennalandsliðið í 6. sæti B-deildar Evrópumótsins og heldur þar af leiðandi sæti sínu í B-deild. Ísland dróst í riðil með Tékklandi, Sviss, og Slóvakíu.

Hérna eru upplýsingar um leiktíma og beinar útsendingar af EM 2024

Karfan kom við á æfingu hjá liðinu á dögunum og ræddi við Ólaf Jónas Sigurðsson þjálfara og þær Emmu Hrönn Hákonardóttur og Evu Wium Elíasdóttur leikmenn liðsins um verkefni komandi sumars.

Fréttir
- Auglýsing -