spot_img
HomeFréttirViðtöl í Hólminum: Leikur tvö verður bara rokk og ról

Viðtöl í Hólminum: Leikur tvö verður bara rokk og ról

Símon B. Hjaltalín greip menn glóðvolga í Stykkishólmi í kvöld þegar Snæfell lagði Stjörnuna 91-90 í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Domino´s deildar karla. Spádómar um rokk og ról í öðrum leik liðanna fengu að líta dagsins ljós.
 
Hafþór Gunnarsson – Snæfell
 
,,Við náðum að halda þeim í 34 stigum hérna í seinni hálfleik en þeir skoruðu 56 stig hérna á okkur í fyrri hálfleik og við ætluðum að stoppa þetta mjög vel í vörninni sem við náðum að gera. Leikur tvö verður svo bara rokk og ról eins Valur Ingimundar myndi segja og miði er alltaf möguleiki þó við séu að fara í Garðabæ.”
 
Jón Ólafur Jónsson – Snæfell
 
,,Þetta var flott hjá okkur og sérstaklega varnarlega í seinni hálfleik og ég er ánægður með hvernig við snérum þessu við en við vorum alveg skelfilegir í fyrri hálfleik þótt við höfum verið fínir sóknarlega á köflum. Bæði lið fengu mikinn frið til að gera sitt sóknarlega og stóru skotin duttu mikið en það verður pottþétt breyting á því í næsta leik. Það er mikilvægt að byrja 1-0 í fyrsta leik á heimavelli og fara ekki með ósigur á baki í Garðabæ. Við þurfum að spila varnaleikinn sem við spiluðum í seinni hálfleik allan leikinn og þá gefum við okkur mikinn séns í leik tvö.”
 
Justin Shouse – Stjarnan
 
,,Í byrjun seinni hálfleiks komu Snæfell með sinn varnarleik í botni en við vorum á góðri keyrslu í fyrri hlutanum og svoleiðis var leikurinn heilt yfir, hlaup fram og tilbaka og ég get gefið þeirra varnaleik mikið lof í seinni hálfleik og við verðum að finna út hvernig við tökum á okkar vörn til framhaldinu. Við tókum samt skotin og vorum fínir sóknarlega svo þetta eru auðvitað vonbrigði. Þetta er bara leikur eitt og næsti leikur á okkar heimavelli og við tilbúinir að verja okkar heimavirki.
Í leik tvö þurfum við að stoppa betur vaggið og veltuna hjá þeim og reyna að hemja Jay Threatt í að búa til góðann leik fyrir Amoroso og Jón Ólaf til dæmis og þá eigum við betri séns á sigri en þetta er stór þáttur í þeirra sóknarleik. Þeir eru með hæga leikmenn sem vinna hratt og gera vel í að finna sínar stöður og klára, en það er eitt að vita hvernig á að stoppa og annað að klára að stoppa sem við þurfum að gera betur.”
 
Mynd/ Eyþór Benediktsson – Jón Ólafur sækir að körfu Garðbæinga í Stykkishólmi í kvöld.  
Fréttir
- Auglýsing -