spot_img
HomeFréttirViðtöl fyrir leik kvöldsins á heimasíðu KR

Viðtöl fyrir leik kvöldsins á heimasíðu KR

14:35 

{mosimage}

(Bryndís Gunnlaugsdóttir)

Heimasíða KR, www.kr.is/karfa fékk nokkrar kraftmiklar körfuboltakonur til að spá fyrir um viðureign KR og Fjölnis, um sæti í 1. deild kvenna, sem fram fer í kvöld kl. 19:15 í DHL-Höllinni í Vesturbænum. 

Telma Björk Fjalarsdóttir hefur spilað með liði KR.  Hún spilaði með liði Breiðabliks í vetur og vakti töluverða athygli fyrir vasklega framgöngu. Telma er framtíðarkona í íslenskum körfubolta og verður fróðlegt að fylgjast með hennar ferli.   

Bryndís Gunnlaugsdóttir spilar með Ármann/Þrótti og er mikil áhugamanneskja um íslenskan körfubolta.  Henni tókst að fá Steinar “okkar” Kaldal til að taka fram þjálfaraskóna og þjálfa lið Ármann/Þróttar í vetur.  

Georgia Olga Kristiansen er KR-ingum vel kunnug og betur þekkt sem Gía.  Hún hefur lengi spilað með KR en ákvað að snúa sér að dómgæslu í vetur og hefur leyst það verkefni með miklum sóma.

 

Hægt er að lesa viðtölin hér eða með því að fara á www.kr.is/karfa

Fréttir
- Auglýsing -