spot_img
HomeFréttirVideoupptaka skar úr um 2 eða 3 stig í Keflavík

Videoupptaka skar úr um 2 eða 3 stig í Keflavík

Nokkuð hefur verið ritað og rætt um lokaskot Di‘Amber Johnson í leik Keflavíkur og Hauka í Dominosdeild kvenna í gær. Hvort lokaskotið hafi verið tvö eða þrjú stig og hvort dómararnir geti breytt því þegar þeir sýna merki um þriggja stiga körfu í tveggja stiga körfu.
 
 
Karfan.is fór á stúfana eftir að hafa séð myndbandið og athugaði hvernig reglurnar eru um dómara og myndbandsupptökur og fann eftirfarandi í leikreglum FIBA í íslenskri þýðingu um valdsvið aðaldómara:
 
„46.12 Hefur heimild til að nota tæknibúnað ef hann er til staðar til að ákvarða, áður en hann undirritar leikskýrsluna, hvort lokaskotið í hverjum leikhluta eða framlengingu var tekið innan leiktímans og eða hvort körfuskot gildir tvö eða þrjú stig.“
 
Það er því augljóst að dómararnir gerðu rétt í þessu tilviki með að kíkja á myndbandið fyrst þeir voru í minnsta vafa þar sem spurningin snéri að því hvort um tveggja eða þriggja stiga körfu var að ræða. Þá skiptir ekki máli hvað var sýnt á þeirri stundu sem skotið kom.
 
Hvort karfan er tveggja eða þriggja stiga geta menn svo dæmt um með að skoða myndbandið en altént dæmdu dómararnir að hún hafi stigið á línuna og því um 2 stig að ræða.
  
Fréttir
- Auglýsing -