spot_img
HomeFréttirVideo: Larry Bird

Video: Larry Bird

{mosimage}

(Larry Bird) 

Hann gerði garðinn frægan með Boston Celtics í NBA deildinni og vann þá ófáa meistaratitlana. Larry Bird var stórkostleg þriggja stiga skytta og hafði einnig næmt auga fyrir stoðsendingum.  

Bird lék númer 33 hjá Boston og eftirminnilegar eru rimmur hans við aðra goðsögn, Magic Johnson en Magic greindi frá því í ævisögu sinni að Bird hefði verið sinn erkiandstæðingur enda lék allt á reiðiskjálfi þegar þessir þungavigtarkappar tóku dans. 

Með því að smella á hlekkinn hér að neðan er hægt að skoða stutt myndband með nokkrum glæsitilþrifum á ferli Larry Bird og undir lok myndbandsins gefur að líta nokkrar lygilegar flautukörfur. 

 

Skoða myndbandið með Larry Bird

Fréttir
- Auglýsing -