spot_img
HomeFréttirVideo: Curry vann þriggjastiga skotkeppnina

Video: Curry vann þriggjastiga skotkeppnina

 Það kom líkast til fáum á óvart að það var Stephen Curry sem vann þriggjastiga skotkeppnina sem haldin var í gær á All Star helgi þeirra NBA manna.  Curry atti kappi í úrslitum við þá Kyrie Irving og liðsfélaga sinn Klay Thompson og vann Curry að lokum með nokkrum yfirburðum.
 
Í troðslukepnninni voru það Timburúlfurinn, Zach Lavine sem sigraði í keppni við Orlando manninn , Victor Oladipo. En Zach gerði sér lítið fyrir og fékk fullt hús stiga fyrir allar sínar troðslur. LaVine var næst yngstur til að vinna troðslukeppnina, 19 ára en það var Kobe Bryant sem sigraði hana ári yngri en hann.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -