spot_img
HomeFréttirViðbrögð Stern: Sekt á Cleveland og heilræði handa stjörnunni

Viðbrögð Stern: Sekt á Cleveland og heilræði handa stjörnunni

 
David Stern framkvæmdastjóri NBA deildarinnar hefur talað! Niðurstaðan er 100.000 dollara sekt á Cleveland Cavaliers fyrir ummæli Dan Gilberts eigenda félagsins í garð LeBron James. Þá bætti Stern því við að ákvörðun James um að hafa klukkutíma langan þátt um ákvörðun sína hafi verið af verri endanum.
,,LeBron James átti fullan rétt á því að taka þessa ákvörðun (að fara til Heat) og mér finnst hann frábær leikmaður og mjög góður náungi. Hefði LeBron spurt mig ráða áður en þetta allt átti sér stað hefði ég ráðlagt honum að hann tilkynnti Cleveland fyrr en hann gerði að hann væri á förum frá félaginu,“ sagði Stern á blaðamannafundi og svo gerðist hann beittari í sínu máli.
 
,,Einnig hefði ég ráðlagt honum (James) að ráðast ekki í verkefni á borð við það sem við þekkjum í dag sem The Decision (sjónvarpsþátturinn). Mín skoðun er sú að LeBron hafi notast við fátæklega hjálp í þessum efnum þó hans framkoma og frammistaða hafi verið ágæt. Hann var hreinskilinn og heiðarleikinn skein í gegn en þessi ,,Decision“ þáttur var kominn til af illu, slælega framleiddur í óvandaðri framsetningu,“ sagði Stern og á sama blaðamannafundi tilkynnti hann um sektina í garð Cleveland.
 
Ummæli Dan Gilberts kostuðu Cleveland Cavaliers 100.000 dollara eða rétt tæpar 13 milljónir íslenskra króna. Ummælin lét Gilbert falla strax eftir að LeBron tilkynnti um ákvörðun sína að fara til Miami Heat frá Cleveland. Gilbert úthúðaði fyrrum stjörnuleikmanni sínum í opinberu bréfi og telja nú margir að eigandinn hafi skotið sig í fótinn í öllum látunum og að erfitt gæti reynst honum í framtíðinni að fá stórstjörnur til liðsins vitandi að þeir gætu átt það á hættu að vera teknir af lífi af eigandanum ef þeir ákveði að yfirgefa félagið.
 
Ljósmynd/ David Stern rakaði inn 100.000 dollurum á ummælum Gilberts í garð LeBron James.
 
Fréttir
- Auglýsing -