Viðar Örn Hafsteinsson þjálfari Hattar á Egilsstöðum er ánægður með byrjunina hjá sínu liði í fyrstu deild karla. Hann taldi að sitt lið ætti mikið inni en hann hefur sjálfur spriklað með liðinu í byrjun tímabilsins.
Sportþátturinn í umsjón Gests frá Hæli heyrði hljóðið í Viðari sem ræddi uppganginn á körfubolta á Egilsstöðum. Einnig var rætt um körfuboltaferil Viðars og reynsluna sem hann og félagið hlaut við að spila í Dominos deildinni á síðasta tímabili. Höttur lék þá í annað skipti í efstu deild í sögunni og hefur félagið metnað að koma sér í deild þeirra bestu aftur.
Viðtalið í heild má heyra hér að neðan:



