spot_img
HomeFréttirViðar: Ef þetta er 400 metra hlaup þá eru 200 metrar eftir...

Viðar: Ef þetta er 400 metra hlaup þá eru 200 metrar eftir og grindur á leiðinni

Þjálfari körfuknattleikslið Hattar segir liðið aðeins komið hálfa leið að takmarki sínu um að spila í úrvalsdeild á næstu leiktíð eftir að hafa slegið Þór út í undanúrslitum með 79-78 sigri á Egilsstöðum í gærkvöldi. Þjálfari Þórs segir leikaðferð liðsins hafa komið í bakið á því.
 
„Úrvalsdeildin er að sjálfsögðu markmiðið en það er heill hellingur eftir. Ef við líkjum þessu við 400 metra hlaup þá eru 200 metrar eftir og líklega eru grindur á þeirri leið,” sagði Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hatta, í samtali við Austurfrétt eftir leikinn.
 
 
Hann segir Hattarliðið hafa unnið mikið afrek með að slá út sterkt lið Þórs. „Við unnum hér þrusulið og það sést vel á að þrír af fjórum leikjum liðanna í vetur hafa unnist með einu stigi. Það er leitt að sjá svona gott lið falla úr leik.
 
 
Sigurinn sýnir hins vegar hörku karakter í okkar liðið og gerir frammistöðu okkar enn betri. Í því eru strákar með stórt hjarta,” segir Viðar en Höttur var undir mest allan leikinn.
 
Vendipunktur virtist verða þegar Gerald Robinson fékk slæman skurð á ennið undir lok þriðja leikhluta. Hann þurfti að yfirgefa salinn en frammi á gangi „púsluðu sjúkraþjálfari og aðstoðarmenn honum saman.”
 
 
Benedikt Guðgeirsson kom inn í miðvarðarstöðuna á meðan og átti frábæra innkomu. „Þar snérum við leiknum. Torfastaðatröllið var rosalegt þegar það kom inn.”
 
Fréttir
- Auglýsing -