spot_img
HomeFréttirViðar Ágústsson - Pepplistinn Minn

Viðar Ágústsson – Pepplistinn Minn

 

Hvað ætli leikmenn setji á fóninn rétt fyrir leik?

 

Við fengum leikmann Tindastóls, Viðar Ágústsson, til þess að ljóstra upp fyrir okkur hvaða lög það væru sem hlustað væri á til þess að koma sér í gírinn.

 

Tindastóll fær Keflavík í heimsókn í fjórða leik 8 liða úrslita Dominos deildarinnar kl. 19:15 í kvöld og er leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

 

 

Viðar:

"Var beðin um að henda í pepplista og þetta eru svona nokkur vel valin lög sem ég hlusta oft á á leikdögum og þá sérstaklega í rútuferðunum en maður fær lítið að stjórna tónlistinni í klefanum þar sem Flake sér alfarið um tónlistarvalið!"

 

 

 

100.000 – Úlfur Úlfur

Verður maður ekki að nefna Úlf Úlf, fáránlega flottir strákar með flott lag, enda frá króknum!

 

Gold Digger – Kanye West

Gamalt og gott, lag sem hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi.

 

I took a pill in Ibiza – Seeb remix

Nýtt og gott lag með skemmtilegum takt og kemur manni í ákveðið zone, það er alltaf einhver í liðinu sem er að raula viðlagið! Festist alveg í hausnum á manni.

 

Í næsta lífi – Bent

Íslenskt og gott. Bent er með betri íslensku röppurunum og á því skilið að fá að fylgja með!

 

Not afraid – Eminem

Þarf ekkert að útskýra þetta lag nánar, er einfaldlega bara of gott

 

Stronger – Kenye West

Þetta er svona síðasta lagið sem maður hlustar á fyrir leik og verður aldrei þreytt!

 

Stuðningslag Tindastóls

Læt þetta fylgja með í lokinn

 

Fréttir
- Auglýsing -