spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2027Við verðum betri með hverjum leiknum

Við verðum betri með hverjum leiknum

Íslenska landsliðið ferðaðist til Portúgal nú um helgina til þess að leika gegn heimakonum í kvöld. Leikurinn verður annar leikur liðsins í undankeppni EuroBasket 2027, en þeim fyrsta tapaði liðið heima í Ólafssal gegn Serbíu síðasta miðvikudag.

Leikur kvöldsins er á dagskrá kl. 19:00 að íslenskum tíma og verður hann í beinni útsendingu á RÚV.

Hérna er heimasíða keppninnar

Karfan heyrði í lykilleikmann Íslands Söru Rún Hinriksdóttur um ferðalagið út, mótherja dagsins Portúgal, nýjan leikstíl Íslands og hver markmið liðsins séu.

Sagði Sara Rún að ferðalag þeirra til Portúgal hafi gengið vel og að liðinu líði vel úti. Varðandi við hverju megi búast við af portúgalska liðinu sagði Sara ,,Þær spila mjög hraðan bolta, mjög activate og pressa vel. Ég held að við munum matcha vel upp á móti þeim, en við þurfum að vera tilbúnar.”

Um nýjan þjálfara liðsins Pekka Salminen og uppfærðan leikstíl liðsins sagði Sara Rún ,,Hann vill keyra boltann hratt upp og leyfa okkur að spila smá free. Við erum allar að kynnast kerfinu hjá þeim. Góðir hlutir gerast hægt, ég hef mjög mikla trú á þessu.”

Íslenska liðið hefur verið á uppleið á síðustu árum. Bæði verið í hörkuleikjum gegn stórum þjóðum, sem og unnið nokkra leiki í þeim undankeppnum sem þær hafa leikið í, en varðandi markmið liðsins fyrir framtíðina sagði Sara Rún ,,Komast á næsta stig. Við verðum betri með hverjum leiknum þannig ef við höldum því áfram þá gerist vonandi eitthvað skemmtilegt”

Fréttir
- Auglýsing -