spot_img
HomeFréttirVið verðum að vera með hausinn í lagi

Við verðum að vera með hausinn í lagi

Steinar Arason átti fínan leik í liði ÍR þegar ÍR og Hamar áttust við í Kennaraháskólanum í gærkvöldi. Hann skoraði 18 stig, tók 5 fráköst og var með 4 stoðsendingar.
Steinar hafði þetta að segja um leikinn:
 
,,Við vorum ákveðnir í að gera betur en í seinustu tveimur leikjum, við töpuðum fyrstu tveimur leikjunum og það þýddi ekkert annað en sigur í kvöld, við nýbúnir að missa Svenna (Sveinbjörn Classen) út allt tímabilið þannig að við urðum bara að þjappa okkur saman og sýna smá mikilmennskubrjálæði og klára þetta."
 
Hvernig finnst þér svo að spila í Kennaraháskólanum, þetta var eitt sinn heimavöllurinn þinn?
,,Já, ég spilaði hálft tímabil með ÍS, það er fínt, fínn andi í húsinu en þetta er ekkert sérstakt fyrir áhorfendur að vera hér."
 
Nú byrjaði Hamar af krafti í 3ja hálfleik og minnkaði muninn niður í 8 stig. Hvað gerðist?
,,Hausinn fór í smá augnablik og þá erum við eins lélegir og lélegt 1.deildar lið. Við verðum að vera með hausinn í lagi hverja einustu mínútu. En við tókum okkur á og kláruðum þetta af krafti."
 
Umfjöllun: Bryndís Gunnlaugsdóttir
 
 
Fréttir
- Auglýsing -