spot_img
HomeFréttirVið þurfum að gera eitthvað - þetta er áhyggjuefni

Við þurfum að gera eitthvað – þetta er áhyggjuefni

Örvar Þór Kristjánsson var viðmælandi Þórðar Helga á Sportrásinni í gær og þar lýsti hann áhyggjum sínum vegna fjölda erlendra leikmanna í íslenska boltanum. Þessi málefni með fjölda erlendra leikmanna í íslenskum körfuknattleik hafa verið mikið í umræðunni þessa leiktíðina og eitt af stóru málunum sem hreyfingin virðist standa frammi fyrir.
,,Ég segi það bara blákalt að það er áhyggjuefni að einn íslenskur leikmaður nær inn á topp 20 listann yfir stigahæstu leikmenn deildarinnar og það nær enginn inn á topp 10 í fráköstum," sagði Örvar og bætti m.a. við:
 
,,Þessi Coco-Puffs, Playstation kynslóð vill ekki fara út á land," en þar vísar hann í unga íslenska leikmenn og segist Örvar hafa reynt að hvetja leikmenn ,,af bekknum" í liðum til þess að fara út á land og fá tækifæri til þess að spila.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -