spot_img
HomeFréttir"Við förum alla leið"

“Við förum alla leið”

 Sú banvæna skytta þeirra Keflvíkinga Magnús Þór Gunnarsson var í viðtali á heimasíðu þeirra Keflvíkinga í gær og þar sagðist Magnús vera nokkuð viss um að lið hans færi alla leið þetta árið.  ”Þetta lið er með þeim bestu sem ég hef spilað fyrir” sagði Magnús meðal annars.  Viðtalið við Magnús er hægt að lesa hér að neðan.
 
 
 Er liðið tilbúið fyrir átökin við Stjörnuna?
Já, ef liðið er ekki ready nún þá verður það aldrei ready! Þetta er timinn til að láta ljós sitt skína!
 
Hvernig förum við að því að láta ekki tvö síðastliðin ár endurtaka sig?
Það er bara að spila á fullu og hlusta á þjalfarann. Gera það sem hann biður okkur um og þá erum við í góðum málum. Það má ekki mikið hugsa um síðustu tvö ár enda skipta þau engu máli núna. Við hugsum um stað og stund og njótum þess að spila fyrir Kef…
 
Ert þú orðinn heill og verður þú með?
Ég er orðinn heill, þökk sé www.postura.is. Þar fer maður sem veit allt um líkamann og mun ég klárlega nota hann aftur!
 
Hversu langt getur þetta lið farið?
Þetta lið er með þeim bestu sem ég hef spilað fyrir og það fer alla leið, ég held að það sé ekki spurning.
 
Hvernig fáum við áhorfendur til að mæta á leikinn?
Við þurfum fyrst og fremst að spila almennilegan bolta og reyna að rífa fólkið í stúkunni með okkur. Það sakar ekki að bestu borgararnir eru grillaðir í Kef-City og því ekkert til fyrirstöðu að áhorfendur mæti á völlinn og fái sér einn glóðaðann að hætti Alla “Medium Rare” Óskars og Óla Ásmunds auk þess að horfa á flottan leik!
 
Telur þú nauðsynlegt að koma á hópi sem sér um hvatningar á leikjum, svipað og Trommusveitin hér áður?
Það er ekki nauðsynlegt en það hefur sýnt sig að við spilum betur og það er skemmtilegra þegar lætin eru mikil. Ég vill auðvitað fá trommur og læti og ef það kemur trommusveit þá lofa ég góðum úrslitum og
og skemmtilegri úrslitakeppni fyrir Kef! Allir að mæta og við hættum ekki fyrr en titillinn er okkar!!!!!
Fréttir
- Auglýsing -