23:42
{mosimage}
(Victoria Crawford klárar leiktíðina með Haukum)
Haukar hafa fundið eftirmann Kieru Hardy til að klára slaginn í IcelandExpressdeild kvenna en eins og fram kom á heimasíðu Hauka fyrir stuttu var ákveðið að leita af öðrum leikmanni í stað Kieru Hardy sem þurfti frá að víkja af læknisráði.
Þetta kemur fram á http://www.haukar-karfa.is
Nýr leikmaður Hauka heitir Victoria Crawford og lék með Breiðablik á síðustu leiktíð. Victoria lék 8 leiki með Breiðablik og skoraði í þeim 36, 5 stig að meðaltali að auki tók hún 11,25 fráköst og gaf 4 stoðsendingar að meðaltali.
Victoria kemur frá Birmingham en lék með Memphis háskólanum. Hún hefur leikið með liði í Ísrael en þurfti frá að víkja þar.
Victoria er væntanleg á mánudagsmorgun og verður að öllum líkindum tilbúin í slaginn gegn Grindavík í IE-deildinni næstkomandi miðvikudag.
Mynd: [email protected]



