Sá leikmaður sem eitthvað mest hefur verið beðið eftir í sögu deildarinnar varð opinberlega NBA-leikmaður í gærkvöldi þegar franski miðherjinn Victor Wembanyama var valinn fyrstur af San Antonio Spurs í nýliðavali deildarinnar.
Næst á eftir Webanyama völdu Charlotte Hornets Brandon Miller frá Alabama háskólanum og með þriðja valinu tóku Portland Trail Blazers Scoot Henderson frá G League Ignite, en hér fyrir neðan má sjá alla valrétti beggja umferða nýliðavalsins.



