Nýliðar Fjölnis í Dominos deild karla hafa samið við Victor Moses um að leika með félaginu á komandi tímabili.
Moses er 201 cm Bandaríkjamaður sem kláraði Georgetown, Kentucky háskólann í NAIA deildinni árið 2013. Síðan þá hefur hann leikið í Venusúela, Portúgal og nú síðast, fyrir Newcastle Eagles á Englandi.
Samkvæmt félaginu er Moses fjölhæfur framherji, sem bæði getur leikið með bakið í körfuna, sem og skotið boltanum.