Grindvíkingar eru komnir út í horn í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. Þeir töpuðu þriðja leiknum gegn Stjörnunni í Röstinni á mánudagskvöld, 89-101, og verða að vinna í Ásgarði í kvöld til að knýja fram oddaleik á sunnudag. Fari svo að Stjarnan vinni í kvöld þá eru Garðbæingar Íslandsmeistarar.
Ungur leikmaður í Grindavíkurliðinu, Davíð Ingi Bustion, hefur vakið eftirtekt í vetur og margir hafa velt því fyrir sér hvaðan þessi tvítugi leikmaður kemur. Davíð Ingi á ættir sínar að rekja til Grindavíkur en móðir hans kemur þaðan. Hann hefur verið búsettur í Sviss nánast allt sitt líf en ákvað að flytja til Íslands í vetur og leika körfuknattleik með Grindavík.
Viðtal og mynd/ www.vf.is



