Keflvíkingar fara af stað með látum í Domino´s deild karla í körfubolta og hafa enn ekki tapað leik. Leikstjórnandinn Valur Orri Valsson hefur stjórnað leik liðsins eins og herforingi. Valur var orðinn leiður á körfubolta fyrir ekki svo löngu síðan. Hann var þungur og pirraður á vellinum. Nú er allt annað að sjá til þessa efnilega leikmanns sem hefur aldrei spilað betur og er í sínu besta formi.
Keflvíkingar eru taplausir eftir fimm umferðir þrátt fyrir að þeim hafi ekki verið spáð góðu gengi af svokölluðum sérfræðingum. Í Keflavík hafa slíkar spár litla þýðingu og eflaust eru þær bensín á bálið frekar en hitt. Ein af helstu ástæðunum fyrir velgengni Keflvíkinga þetta tímabilið er hinn 21 árs leikstjórnandi Valur Orri Valsson. Hann er að spila betur en nokkru sinni fyrr og virkar léttari á fæti sem og í lundu.
Sjá viðtalið í heild sinni á vf.is



