spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaVesturbæingar veikja von ÍA

Vesturbæingar veikja von ÍA

ÍA tók í kvöld á móti KR í AvAir höllinn í 16. umferð Bónusdeildarinnar.  Skagamenn vermdu botnsætið fyrir leikinn með 6 stig á meðan Vesturbæingar voru um miðja deild í 6. sæti með 16 stig.  KRingar 4 stigum frá heimavallarréttarsæti á meðan ÍA var 4 stigum frá fall sæti. Taflan gaf því til kynna að KR-ingar ættu að fara með sigur af hólmi.

KRingar unnu uppkastið og skoruðu fyrstu körfu leiksins, ÍA jafnaði í næstu sókn.  Sóknarleikur KR hélt áfram að ganga vel á meðan Skagamenn áttu í mestu vandræðum sóknarlega og skoruðu 12 stig gegn 3 á næstu 3 mínútum áður en ÍA tók leikhlé í stöðunni 5-14.
Eftir leikhléið skiptust liðin á að skora til að byrja með en KR hikstuðu lítið í sínum sóknum, náðu muninum upp í 13 stig þegar rétt rúm mínúta var eftir af 1. leikhluta. ÍA náði aðeins klóra í bakkann undir lok leikhlutans en staðan af honum loknum var 20-29 gestunum í vil.

Heimamenn byrjuðu 2. leikhluta vel og settu niður þrist í fyrstu sókn og héldu áfram fyrstu mínútur fjórðungsins að hóta því að minnka muninn en KR komst svo aftur í takt og juku forystuna og munurinn kominn í 16 stig um miðbik fjórðungsins.  Taktur vesturbæinga vakti heima eitthvað og náðu þeir muninum niður undir 10 stig þegar tæpar 2 mínútur voru til hálfleiks.  KRingar tóku þó aðeins við sér ÍA og náðu að leiða í hálfleik 47-57.

KR opnaði síðari hálfleikinn á þristi og stuttu seinna var dæmd tæknivilla á ÍA sem enginn virtist átta sig á hver fékk eða fyrir hvað.  Eftir vítaskot KR þurftu dómararnir að funda um hvort liðið ætti boltann og stjórn leiksins virtist vera í einhverju ójafnvægi sem smitaðist út í leikmennina.  Á tímabili komu upp aðstæður inn á vellinum þar sem leikmenn beggja liða voru að ræða við dómarana til að reyna að átta sig á stöðu mála.  Eitt slíkt atvik endaði með því að önnur tæknivilla var dæmd á ÍA og KRingar nýttu þessi ódýru víti vel og þegar þeir höfðu náð 13 stiga forustu tók ÍA leikhlé, sem leikmenn beggja liða voru sennilega bara mjög sáttir við, og örugglega dómararnir líka.
Eftir leikhléið leið þó ekki á löngu þar til Skagamenn fengu sína þriðju tæknivillu í leikhlutanum og rétt rúmri mínútu eftir það kom fjórða tæknivillan á ÍA og munurinn kominn í 16 stig, sennilega engum að óvöru og línur leiksins nokkurn vegin lagðar og staðan fyrir fjórða leikhluta en staðan fyrir hann var 70-83.

Loka leikhlutinn mallaði svo bara rólega af stað þar sem liðin skiptust á að skora.  KRingar voru þó ívið meira í að setja þrista.  Leikmenn ÍA byrjuðu að tínast útaf með 5 villur og andrúmsloftið sem búið var að skapa í AvAir höllinni gerði loka mínútur leiksins bara leiðinlegar og lokatölur leiksins urðu 98-120 KR í vil.


KRinga halda því lífi í baráttu sinni um heimavallaréttinn í komandi úrslitakeppni á meðan von Skagamanna um að halda sér í deildinni veikist.

Tölfræðimolar ÍA:
Darryl Morsell 27 stig, 7 fráköst, 5 villur
Victor Bafutto 18 stig, 15 fráköst, 5 varin skot
Ilija Dokovic 17 stig, 8 stoðsendingar
Styrmir Jónasson 13 stig, 4 fráköst


Tölfræðimolar KR:
Kenneth Jamar Doucet JR 30 stig, 12 fráköst, 3 stoðsendingar
Linards Jaunzems 22 stig, 5 fráköst, 6 stoðsendingar
Toms Elvis Leimanis 20 stig
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 17 stig, 13 stoðsendingar


Tölfræði leiksins



Áhugaverðir punktar úr leiknum:
-ÍA hitti aðeins úr 1 af 6 þriggja stiga skotum sínum í 1. leikhluta.
-KR skoraði 4 þrista 1. leikhluta.
-Munurinn á liðun eftir 1. leikhluta voru einmitt 9 stig.
-ÍA tók sitt fyrsta sóknarfrákast þegar rúmar 16 mínútur voru liðnar af leiknum.
-Þá höfðu KRingar tekið 4 sóknarfáköst á sama tíma.
-ÍA tók 39 skot í fyrri hálfleik og hitti úr 17 þeirra.
-KR tók 38 skot í fyrri hálfleik og hitti úr 20 þeirra.
-ÍA náði aldrei að komast yfir í fyrri hálfleik.
-ÍA fékk fjórar tæknivillur í þriðja leikhluta.
-Allir leikmenn á skýrslu hjá KR komu við sögu í leiknum.
-6 leikmenn ÍA skoruðu 10 stig eða meira í leiknum.
-KR endaði leikinn með 50% þriggja stiga nýtingu, hittu úr 16 af 32.
-ÍA varði 6 skot í leiknum, KR 0.
-KR stal alls 12 boltum í leiknum og ÍA tapaði alls 17 boltum í leiknum.


Umfjöllun / HGH
Myndir / Jónas H. Ottósson
Viðtöl / Davíð Eldur

Fréttir
- Auglýsing -