spot_img
HomeFréttirVesturbæingar jafna félagsmetið: Nýtt met í sjónmáli?

Vesturbæingar jafna félagsmetið: Nýtt met í sjónmáli?

14:11
{mosimage}

(Benedikt Guðmundsson fer vel af stað með Vesturbæinga)

Meistaraefni KR úr Vesturbænum hafa nú jafnað sína bestu byrjun í úrvalsdeild en leiktíðina 2001-2002 vann liðið einnig fyrstu sjö leiki sína. KR á enn tvo leiki í land til að jafna bestu byrjun í úrvalsdeild síðan deildin tók upp nafnið Iceland Express deildin. Ríkjandi Íslandsmeistarar Keflavíkur eiga metið þegar liðið vann fyrstu 9 leiki sína á síðustu leiktíð.

Njarðvíkingar eiga næstbesta árangurinn í Iceland Express deildinni en grænir unnu 8 fyrstu deildarleiki sína á fyrsta ári IE deildarinnar tímabilið 2005-2006.

Næstu tveir leikir hjá KR eru gegn Njarðvík mánudaginn 17. nóvember í DHL-Höllinni og þar á eftir mætir KR Skallagrím einnig í DHL-Höllinni. Takist þeim röndóttu að vinna þessa tvo leiki jafna þeir met Keflvíkinga og geta svo slegið metið þegar þeir mæta  Þórsurum á Akureyri þann 18. desember.

Sigurgöngur liðanna í upphafi Iceland Express deildanna:

2005-2006

Njarðvík vann fyrstu 8 leiki sína
Keflavík vann fyrstu 5 leiki sína
UMFG vann fyrstu 3 leiki sína

2006-2007
Njarðvík vann fyrstu 5 leiki sína en tapaði aðeins 2 deildarleikjum á tímabilinu
UMFG vann fyrstu 4 leiki sína
KR vann fyrstu 2 leikina sína

2007-2008
Keflavík vann fyrstu 9  leiki sína
Njarðvík vann fyrstu 3 leiki sína

2008-2009
KR hefur unnið 7 fyrstu leiki sína og er eina taplausa liðið í deildinni

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -