spot_img
HomeFréttirVestur um haf í háskólaboltann

Vestur um haf í háskólaboltann

Hekla Eik Nökkvardóttir leikmaður Grindavíkur hefur samið um að leika fyrir Presbyterian háskólann í bandaríska háskólaboltanum frá næsta hausti.

Hekla er 19 ára bakvörður sem lék upp yngri flokka Grindavíkur og með meistaraflokki þeirra frá árinu 2019, en þá hefur hún einnig verið hluti af yngri landsliðum Íslands. Presbyterian leikur í Big South riðil fyrstu deildar bandaríska háskólaboltans, en skólinn er staðsettur í Clinton í Suður Karólínu.

Fréttir
- Auglýsing -