Einn af efnilegri leikmönnum Íslands Birkir Hrafn Eyþórsson hefur samkvæmt heimildum Körfunnar samið við North Dakota State í bandaríska háskólaboltanum fyrir komandi tímabil.
Birkir er að upplagi úr Selfoss, en fer vestur um haf frá liði Hauka, þar sem hann lék í Bónus deildinni á síðustu leiktíð. Nú í sumar var hann svo við æfingar í NBA academy í Bandaríkjunum.
Birkir hefur verið einn allra efnilegasti leikmaður landsins síðustu ár, en hann hefur verið burðarás í þeim yngri landsliðum sem hann hefur leikið fyrir.
North Dakota leika í Summit hluta fyrstu deildar háskólaboltans og hafa í fjórgang komist í Marsfárið, nú síðast árið 2019.



