spot_img
HomeFréttirVestri/Skallagrímur og KR mætast í úrslitum

Vestri/Skallagrímur og KR mætast í úrslitum

Vestri/Skallagrímur mætir KR í úrslitum 10. flokks drengja en þessi lið unnu sína undanúrslitaleiki í dag. 

 

Vestri/Skallagrímur tók á móti Val í hörkuleik. Valsmenn voru sterkari í byrjun leiks en Vestanmenn setti af stað þriggja stiga sýningu í lok annars leikhluta sem fór langt með leikinn. Valsmenn gáfust ekki upp en munurinn var orðinn og mikill. Vestri/Skallagrímur vann því að lokum 58-80 sigur en liðið spilaði frábærlega. 

 

Marínó Þór Pálmason átti mjög góðan leik og var með 28 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar. Hilmir Hallgrímsson var einnig með 28 stig og 12 fráköst auk þess að hitta sex þriggja stiga körfum í átta tilraunum. 

 

Tölfræði leiksins

 

Myndasafn

 

KR lék gegn Stjörnunni í miklum spennuleik. Stjarnan var með góða forystu í fyrri hálfleik en KR kom til baka og leiddi meirihluta fjórða leikhluta. Stjarnan kom til baka og jafnaði leikinn á ótrúlegan hátt í lokin þar sem KR gór ansi illa að ráði sínu. Niðurstaðan því framlenging þar sem KR hafði frábæran sigur 65-61

 

Gunnar Steinþórsson var stigahæstur hjá KR með 21 stig en Þorvaldur Orri Árnason var einnig sterkur með 16 stig og 15 fráköst. 

 

Úrslitaleikur KR og Vestra/Skallagríms fer fram í Ljóngryfju Njarðvíkurmanna kl 10:00 á morgun. 

 

Tölfræði leiksins

 

Myndasafn

 

Fréttir
- Auglýsing -