spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaVestri semur við 207 cm Króata

Vestri semur við 207 cm Króata

Körfuknattleiksdeild Vestra hefur samið við Króatann Marko Dmitrovic um að leika með liðinu á næsta tímabili í 1. deild karla. Marko, sem er 30 ára og 207cm á hæð, getur leikið bæði stöðu framherja og miðherja. 

Marko hefur að mestu leikið í Króatíu á ferli sínum með liðum eins og KK Sisak, KK Gorica og KK Rudes Zagreb. Á síðasta tímabili lék hann hins vegar með Airino Basket Termoli í Seria C á Ítalíu þar sem hann skoraði 15,3 stig að meðaltali og tók 8,4 fráköst.

Marko er annar leikmaðurinn sem gengur til liðs við Vestra í mánuðinum en fyrir hafði Matic Macek, sem lék með Haukum og Sindra á síðustu leiktíð, samið við liðið.

Fréttir
- Auglýsing -