spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaVestri með spennusigur á Hamar/Þór

Vestri með spennusigur á Hamar/Þór

Vestri vann sinn, tæknilega séð, fyrsta sigur í 1. deild kvenna í dag er það lagði Hamar/Þór af velli 64-60. Við segjum tæknilega séð þar sem liðið hafði unnið Tindastól í öðrum af tveimur leikjum sem liðin spiluðu á Sauðárkróki fyrir áramót. Sá leikur taldist hins vegar til einna af seinustu umferðum mótsins og féll því niður þegar KKÍ neyddist til að sneiða aftan af mótinu eftir Covid frestunina. Þetta var einnig fyrsti sigur liðsins undir merkjum Vestra en liðið tók síðast þátt í Íslandsmótinu tímabilið 2014-15 undir merkjum KFÍ.

Vestri byrjaði leikinn talsvert betur og leiddi 18-9 eftir fyrsta leikhluta. Mest náðu þær 12 stiga forustu, 34-22, eftir þriggja stiga skot Söru Newman um miðbik þriðja leikhluta. Gestirnir komust þó hægt og bítandi aftur inn í leikinn undir forustu Hrafnhildar Magnúsdóttur og Fallyn Stephens og þegar rúmar tvær mínútur voru eftir jafnaði Gígja Marín Þorsteinsdóttir leikinn með þriggja stiga körfu, 58-58. Þegar 19 sekúndur kom Arna Hrönn Ámundadóttir Vestra í 63-60 með þriggja stiga körfu og í næstu sókn klikkuðu gestirnir á þriggja stiga skoti en Olivia Crawford kláraði svo leikinn fyrir Vestra af vítalínunni.

Atkvæðamestar hjá Vestra voru Sara Newman og Olivia Crawford með 15 stig hvor en Olivia bætti einnig við 10 stoðsendingum. Linda Marín Kristjánsdóttir kom næst með 11 stig á 14 mínútum.

Hjá Hamri/Þór var Fallyn Stephens með 24 stig og 11 fráköst og Hrafnhildur Magnúsdóttir kom næst með 20 stig og 13 fráköst.

Fréttir
- Auglýsing -