spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaVestri lagði Snæfell í naglbít

Vestri lagði Snæfell í naglbít

Vestri lagði Snæfell í 1. deild kvenna í kvöld, 75-72, í spennandi leik þar sem Hera Magnea Kristjánsdóttir tryggði heimamönnum sigur þegar nokkrar sekúndur voru eftir.

Gestirnir frá Stykkishólmi byrjuðu leikinn mikið betur og leiddu 11-25 eftir fyrsta leikhluta og leiddu mest með 17 stigum, 13-30, í öðrum leikhluta. Fljótlega eftir það kveiknaði á heimastúlkum og skoruðu þær 10 ósvöruð stig í röð og komu sér aftur inn í leikinn. Vestri vann annan leikfjórðuninn 26-16 og staðan í hálfleik var 37-41 Snæfell í vil.

Eftir jafnan seinni hálfleik þá var Hera Magnea Kristjánsdóttir hetja heimakvenna undir lokin en hún kom Vestra yfir, í fyrsta skiptið í leiknum, þegar sjö sekúndur voru eftir og fékk víti að auki sem hún setti niður. Lokasókn Snæfells rann svo út í sandinn og fyrsti sigur Vestra í vetur leit dagsins ljós.

Hjá Vestra var Danielle Shafer með 22 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar, Hera Magnea með 17 stig og 11 fráköst og Sara Newman með 13 stig og 3 stoðsendingar.

Hjá Snæfell var Sianni Martin með 33 stig og 13 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir með 17 stig og 8 fráköst og Preslava Koleva með 10 stig og 23 fráköst.

Tölfræði leiksins

Fréttir
- Auglýsing -