spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaVestri framlengir við Marko

Vestri framlengir við Marko

Vestri hefur framlengt samning sinn við króatíska miðherjann Marko Dmitrovic og mun hann því leika með liðinu í 1. deild karla á komandi leiktíð. Marko kom til liðs við Vestra síðastliðið haust og lék stöðu miðherja og framherja.

Marko hefur að mestu leikið í Króatíu á ferli sínum með liðum eins og KK Sisak, KK Gorica og KK Rudes Zagreb. Áður en hann kom til Íslands lék hann með Airino Basket Termoli í Seria C á Ítalíu þar sem hann skoraði 15,3 stig og tók 8,4 fráköst að meðaltali.

Marko átti gott tímabil með Vestra síðastliðinn vetur og skilaði 10,5 stigum, 6,5 fráköstum, 2,7 stoðsendingum og framlagi upp á 14 punkta.

Vestri hafði áður endursamið við Vestfjarðatröllið Nemanja Knezevic auk þess sem það fékk sænska framherjan Gabriel Adersteg frá Snæfell.

Ljósmynd: Anna Ingimars.

Fréttir
- Auglýsing -