spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaVestri fær Jure Gunjina frá Breiðablik

Vestri fær Jure Gunjina frá Breiðablik

Nokkrar breytingar verða á liði Vestra á nýju ári en liðið greindi frá þvi fyrr í kvöld að Jure Gunjina hefði samið við liðið. Andre Hughes hefur nú þegar yfirgefið liðið af persónulegum ástæðum og mun ekki snúa aftur.

Jure Gunjina kom til liðs við Breiðablik fyrr í vetur en var látinn fara frá félaginu í síðustu viku. Hann hefur leikið í LEB Gold deildinni á Spánni og Bresku úrvalsdeildarinnar.

Gunjina mun fá formleg félagaskipti í Vestra þann 1. janúar þegar félagaskiptaglugginn opnar á ný. Fyrsti leikur hans verður gegn Hetti á Jakanum þann 11. janúar næstkomandi.

Jure hefur leikið fjóra leiki með með Breiðabliki í úrvalsdeildinni í haust og skilaði í þeim að meðaltali 12,5 stigum, 7,8 fráköstum og 2,3 stoðsendingum.

Vestri er í fjórða sæti 1. deildar karla eftir tíu leiki með tólf stig. Liðið er einnig í átta liða úrslitum Geysisbikarsins eftir að hafa slegið úrvalsdeildarlið Hauka úr leik.

Fréttir
- Auglýsing -