spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaVestri fær fyrrum EuroLeague leikmann

Vestri fær fyrrum EuroLeague leikmann

Vestri hefur samið við ítalska bakvörðinn Allyson Caggio um að leika með liðinu í 1. deild kvenna út leiktíðina.

Allyson, sem er 35 ára, hefur leikið stærstan hluta ferilsins með Pool Comense 1872 í ítölsku efstu deildinni og í EuroLeague en hún varð ítalskur meistari með félaginu árið 2002.

Auk heimalandsins hefur hún einnig leikið á Írlandi með Killarney Cougars og WIT Waterford Wildcats.

Næsti leikur Vestra er á morgun, föstudaginn 15. október, er liðið sækir Hamar-Þór heim í Þorlákshöfn.

Fréttir
- Auglýsing -