spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaVestfjarðatröllið daðraði við þrennuna í sigri Vestra á Hamri

Vestfjarðatröllið daðraði við þrennuna í sigri Vestra á Hamri

Vestri heldur áfram góðum leik sínum eftir kórónuveiruhléið en þeir lögðu í kvöld Hamar í Jakanum á Ísafirði, 97-82.

Eftir jafnan fyrsta leikhluta þá fóru heimamenn að síga framúr en mest náðu þeir 18 stiga forustu í leiknum.

Vestfjarðatröllið Nemanja Knezevic átti stórleik en hann daðraði við þrennuna með 17 stigum, 20 fráköstum og 8 stoðsendingum. Ken-Jah Bosley var stigahæstur hjá Vestra með 25 stig en Gabriel Adersteg bætti við 22 stigum.

Hjá Hamri var Jose Medina Aldana stigahæstur með 25 stig ásamt því að gefa 13 stoðsendingar en Ruud Lutterman kom næstur með 16 stig.

Hamar mætir næst Hrunamönnum á föstudaginn en Vestri á næst leik 3. maí, einnig á móti Hrunamönnum.

Tölfræði leiksins
Staðan í deildinni

Fréttir
- Auglýsing -