spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaVestfjarðatröllið áfram með Vestra

Vestfjarðatröllið áfram með Vestra

Miðherjinn Nemanja Knezevic hefur framlengt samning sinn við Vestra og leikur því með liðnu á komandi tímabili í 1. deild karla.

Nemanja hefur leikið með Vestra undanfarin þrjú ár og á þeim verið með 20,3 stig og 16,6 fráköst að meðaltali í leik en hann leiddi 1. deildina í fráköstum fyrstu tvö árin sín með liðinu.

Nemanja er búsettur á Ísafirði ásamt eiginkonu sinni og mun auk þess að leika með liði meistaraflokks halda áfram þjálfun hjá yngri flokkum félagsins.

Mynd: Vestri.is

Fréttir
- Auglýsing -